BUY TICKETS
Dark Music Days
Cart 0


 
Myrkir_web_banner.png

Podium er árlegur kynningarviðburður Myrkra músíkdaga þar sem leitast er við að skapa vettvang sem eykur sýnileika og möguleika íslenskrar samtímatónlistarverkefna á erlendum vettvangi. Podium fer fram á Myrkum músíkdögum 2025, laugardaginn 25. janúar kl. 10:00-12:00 í sal Tónlistarmiðstöðvar í Austurstræti 5.

Á Podium gefst tónskáldum, flytjendum, hljóðlistarfólki og öðru tónlistarfólki í samtímatónlist tækifæri til að kynna verkefni sín fyrir listrænum stjórnendum erlendra samtímatónlistarhátíða og blaðamönnum. Skipuleggjendur valdra verkefna fá 10 mínútur af dagskrá Podium til kynninga og til að svara spurningum gesta. Enn er verið að bóka erlenda gesti, en staðfestir eru fulltrúar frá Ultima Contemporary Music Festival, Klang Festival og Seismograf.

Öll sem starfa við samtímatónlist á Íslandi eru velkomin og þátttakan er gjaldfrjáls. Vakin er athygli á að takmarkaður fjöldi kemst að í Podium og nauðsynlegt er að sækja um þátttöku HÉR. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember og verður öllum umsóknum svarað í síðasta lagi 2. desember.‍

Tónlistarmiðstöð og Myrkir músíkdagar standa fyrir Podium með stuðningi frá Íslandsstofu.