Back to All Events

contemporary piano currents / Junko Yamamoto og Oliver Frick

  • Salurinn 6 Hamraborg Kópavogur, Kópavogsbær, 200 Iceland (map)

contemporary piano currents

Junko Yamamoto og Oliver Frick
verk fyrir píanó og rafhljóð
28. janúar kl. 15
Salurinn, Kópavogi

Efnisskrá / Programme:
Olga Neuwirth (1968, Austria): Incidendo/fluido (2000)
Kolbeinn Bjarnason (1958, Iceland): Brothættar raddir / Zerbrechliche Stimmen (2019-2022)
Oliver Sascha Frick (1973, Germany): Bells and Birds (2021)
Kaija Saariaho (1952-2023, Finland): Prelude (2009)
Junko Yamamoto (1970, Japan) / Oliver Sascha Frick (1973, Germany): Remix Pathétique for Shō und Elektronik (2021)

Um Brothættar raddir (Zerbrechliche Stimmen)

Til minningar um Atla Heimi Sveinsson 

Árið 2019 þegar Junko Yamamoto og Oliver Frickpöntuðu hjá mér verk, sem átti að tengjast annarri tónlist á einhvern hátt, kom ekkert annað til greina en að minnast vinar míns, Atla Heimis Sveinssonar tónskálds sem lést það sama ár.

Ég ákvað að vinna með efni úr þremur flautuverka Atla. Hér heyrum við brot úr segulbandshluta Grand Duo Concertante II sem Atli skrifaði fyrir okkur Guðna Franzson klarínettuleikara. (Frumflutningur á Myrkum músíkdögum 1993). Kjartan Ólafsson tónskáld sá um þessar upptökur. Í öðrum og fjórða þætti Brothættra radda er unnið út frá hugmyndum úr Flautukonsert Atla (1973). Blíður hörpupartur konsertsins verður hér í öðrum þætti að hjakkandi þráhyggju. Flautukonsertinum lýkur með spuna á flautu að eigin vali. Þegar ég flutti þennan konsert lék ég á japönsku shakuhachi-flautuna. Fjórði og síðasti þátturinn í Brothættum röddum er tilraun til að muna þennan spuna. Þriðji þátturinn sprettur út frá hendingum í Lethe, hugleiðslukenndu bassaflautuverki Atla, sem ég frumflutti á Listahátíð í Reykjavík 1988.

Ég gerði mér grein fyrir að með þessum tilvitnunum væri ég kominn út á hálan ís og ákvað (að sjálfsögðu) að halda áfram niður svellaðar brekkurnar. Á þessum tíma hafði ég nýlega lagt flautuleik á hilluna og selt flauturnar mínar. Nokkrar af uppáhalds upptökum mínum byrjuðu að óma í höfði mínu og þannig rötuðu brot úr Ein Hauch von Unzeit (Andvarp úr ótíma) eftir KlausHuber og Mnemosyne eftir Brian Ferneyhough inn í þetta verk. Bæði þessi verk tengjast tilfinningu um missi og fjarlægum minningum.

Í lok Brothættra radda heyrum við hluta af hljóðritun Charlotte Kaufmann á menúetti úr Píanósónötu Haydns nr. 59 í Es dúr (sem hann samdi árið 1790 fyrir hjartkæra vinkonu, Mariannevon Genzinger). Allt er þetta gamalt: Píanóið er frá 1790, upptakan frá 1928. Kaufmann fór í tónleikaferð um Ísland árið 1927, hafði með sér klavíkord og heillaði áheyrendur með hljóðlátum leik sínum. Ég veit ekki hvaða erindi þessi tónlist á hér.

Atli Heimir hafði tilhneigingu til að hafna rökrænni hugsun og uppbyggingu í verkum sínum. Draumkennd hvatvísi var honum meira að skapi. Grand duo concertante, sem áður var nefnt, lýkur alls óvænt á upptöku af strengjakvartett eftir Schumann. Framvindan í Brothættum röddum er vonandi fullkomlega órökrétt – í anda Atla Heimis þótt snilld hans sé víðs fjarri.

 

Einar Indra og Oliver Frick veittu ómetanlega aðstoð við úrvinnslu rafhljóða. Rafhljóðin í öðrum þætti eru unnin að öllu leyti af Oliver Frick.

Úlfar Ingi Haraldsson veitti einnig mikilvæga tæknilega aðstoð.

 

Verkið var samið með stuðningi frá Tónskáldasjóði.

 …. 

Fragile voices (Zerbrechliche Stimmen)

Atli Heimir Sveinsson in memoriam

 

Program notes

With this piece, written in 2020 I wanted to pay homage to my friend, composer Atli HeimirSveinsson (1938 – 2019). Atli Heimir, educated in Cologne in the early sixties, tended to reject intellectualism and preferred dreamlike spontaneity while composing. Here I am quoting some of his works for flute, music that was dear to me as a performer. The recorded voices also belong to his catalogue. In addition, you will hear fragments of my recordings of Klaus Huber’s and Ferneyhough’s music and (for obscure reasons) Charlotte Kaufmann’s 1928 recording of a Haydn minuet.

The piece consists of four movements: Senza misura, allegro molto, adagio cantabile e sostenuto, lentissimo.

Oliver Frick and Einar Indra provided invaluable assistance regarding the electronics. The electronics of the second movement are created by Oliver Frick.

I would also like to thank Úlfar Ingi Haraldsson for his technical aid.

The piece was written with the support of the Artists‘ Salary Fund.