Viltu taka þátt í Myrkum?
Listrænt teymi Myrkra Músíkdaga tekur á móti hugmyndum að verkefnum á dagskrá hátíðarinnar 2025. Myrkir Músíkdagar fara fram dagana 23.-27. janúar 2025.
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar var stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands með því markmiði að skapa vettvang fyrir samtímatónlist og hefur hátíðin að leiðarljósi frumsköpun tónskálda og flytjenda sem starfa hér á landi. Á meðal samstarfsaðila hátíðarinnar má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT og Kammersveit Reykjavíkur auk annarra.
Á Myrkum músíkdögum er sérstök áhersla lögð á frumsköpun og leitum við að viðburðum sem höfða til fjölbreyttra áhorfendahópa. Litið er á það sem kost að efnisskrár samanstandi af breidd hvað varðar höfundaval og listrænt inntak og hafi að leiðarljósi frumsköpun listafólks sem starfar hér á landi.
Öllu listafólki er frjálst að senda inn hugmyndir fyrir hátíðina og tekið er á móti hugmyndum á hvaða vinnslustigi sem er. Athugið þó að stærri og fjárfrekari verkefni þurfa að vera komin áleiðis með eigin fjármögnun til þess að koma til álita. Hátíðin greiðir hvorki ferðakostnað listafólks erlendis frá né uppihald.
Tillögur skulu sendar inn með því að fylla út þetta rafræna eyðublað.
Skilafrestur er til miðnættis 15. MAÍ 2024.