OPNUN MYRKRA MÚSÍKDAGA / DMD OPENING EVENT
Við setningu Myrkra músíkdaga 2025 frumflytja nemendur úr Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar, nýtt samsköpunarverk sem hópurinn hefur unnið að í vetur og samið sérstaklega í tilefni opnunar hátíðarinnar í ár. Setning hátíðarinnar fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu, og er viðburðurinn opinn öllum.