Sinfónían á Myrkum
ISO at Dark Music Days / Iceland Symphony Orchestra
Föstudagur 24. janúar 2025
18:00-19:00
Eldborg
MIÐASALA/TICKETS
Flytjendur / Performers:
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Einleikari: Martin Kuuskmann
Stjórnandi: Daníel Bjarnason
Efnisskrá / Programme:
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir: Balaena (2022/2025)
Marcos Balter: Orun (2022)
Páll Ragnar Pálsson: PLAY - a concerto for Martin Kuuskmann (2021)
Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum eru tilhlökkunarefni fyrir alla unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á tónleikunum, sem eru opnunartónleikar hátíðarinnar í ár, hljóma nýleg og athyglisverð verk frá Íslandi og Brasilíu. Tónleikarnir hefjast á verki Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur, Balaena. Ingibjörg Ýr hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem eitt áhugaverðasta tónskáld sinnar kynslóðar á Íslandi en hún útskrifaðist úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands 2016. Verkið Balaena var frumflutt af Kammersveit Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum 2023 og vakti þar mikla athygli en hljómar á þessum tónleikum í nýrri útgáfu fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit.
Marcos Balter er eitt fremsta tónskáld Brasilíu um þessar mundir og sækir verk hans Orun frá 2022 innblástur í trúarlíf og hugleiðsluhefðir Yoruba-þjóðflokksins í Vestur-Afríku. Verkið kallar fram leiðslukennt andrúmsloft og nýtir sér hin fíngerðari blæbrigði hljómsveitarinnar til hins ítrasta. Það var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Nýja-heimsins í Flórída undir stjórn Matthiasar Pintscher haustið 2022 og hlaut fádæma góðar viðtökur.
Tónleikunum lýkur á Íslandsfrumflutningi á fagottkonserti Páls Ragnars Pálssonar, en Páll hefur verið í fremstu röð íslenskra tónskálda um árabil. Það var eistneski fagottvirtúósinn Martin Kuuskmann sem frumflutti verkið með Sinfóníuhljómsveit Eistlands undir stjórn Olari Elts árið 2022. Tengsl Páls Ragnars við Eistland eru djúpstæð, en hann stundaði tónsmíðanám þar og lauk doktorsprófi 2014. Í verkinu sækir Páll efnivið í ævi Kuuskmanns og sameiginlega hrifningu þeirra beggja á náttúru og menningu Eistlands.
Hefðbundið tónleikaform verður brotið upp á tónleikunum og verður hljómsveitin í hringuppstillingu á sviði. Áhorfendur geta setið umhverfis hljómsveitina – á kórvögnum, til hliðar við svið og í salnum.
*Tónleikarnir eru um klukkustundar langir, án hlés.
Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um langt árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum enda fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Vorið 2011 varð Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitin heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum sem útvarpað er beint á Rás 1, fjölskyldu- og skólatónleika ásamt því að hljóðrita fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki. Hljóðritanir hljómsveitarinnar hafa komið út m.a. á vegum Deutsche Grammophon, Chandos og BIS, og hafa hlotið fjölda viðurkenninga auk tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitardisk.
Daníel Bjarnason hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands í rúman áratug, bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld. Hann hefur unnið með og fengið verk sín flutt af fjölda hljómsveita og má þar nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníusveitirnar í Los Angeles, New York og Helsinki, Sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Tókýó, Gautaborg, Melbourne, Berlín, Zurich, San Francisco, London, Vín og svo mætti áfram telja. Hann hefur gefið út plötur hjá plötufyrirtækinu Bedroom Community og Sono Luminus. Meðal helstu nýlegu verka Daníels eru óperan Brothers, fiðlukonsertinn Scordatura, píanókonsertinn FEAST og slagverkskonsertinn Inferno. Daníel hefur gegnt stöðum staðarlistamanns og aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gegnir nú stöðunni „listamaður í samstarfi“.
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem eitt áhugaverðasta tónskáld sinnar kynslóðar á Íslandi en hún útskrifaðist úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands 2016. Verkið Balaena var frumflutt af Kammersveit Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum 2023 og vakti þar mikla athygli en hljómar á þessum tónleikum í nýrri útgáfu fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit.
Marcos Balter er eitt fremsta tónskáld Brasilíu um þessar mundir og sækir verk hans Orun frá 2022 innblástur í trúarlíf og hugleiðsluhefðir Yoruba-þjóðflokksins í Vestur-Afríku. Verkið kallar fram leiðslukennt andrúmsloft og nýtir sér hin fíngerðari blæbrigði hljómsveitarinnar til hins ítrasta. Það var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Nýja-heimsins í Flórída undir stjórn Matthiasar Pintscher haustið 2022 og hlaut fádæma góðar viðtökur.
Tónleikunum lýkur á Íslandsfrumflutningi á fagottkonserti Páls Ragnars Pálssonar, en Páll hefur verið í fremstu röð íslenskra tónskálda um árabil. Það var eistneski fagottvirtúósinn Martin Kuuskmann sem frumflutti verkið með Sinfóníuhljómsveit Eistlands undir stjórn Olari Elts árið 2022. Tengsl Páls Ragnars við Eistland eru djúpstæð, en hann stundaði tónsmíðanám þar og lauk doktorsprófi 2014. Í verkinu sækir Páll efnivið í ævi Kuuskmanns og sameiginlega hrifningu þeirra beggja á náttúru og menningu Eistlands.
…
//
The Iceland Symphony's concerts at the Dark Music Days festival are highly anticipated events for all enthusiasts of Icelandic and international contemporary music. As the opening event of this year's festival, this concert features recent and notable works from Iceland and Brazil. The opening piece is Balaena by Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, who has in recent years established herself as one of the most interesting composers of her generation in Iceland, graduating from the Iceland Academy of the Arts in 2016. Performed here in a new arrangement for full symphony orchestra, Balaena was premiered by the Reykjavik Chamber Orchestra at the Dark Music Days in 2023, where it garnered great attention.
Marcos Balter is one of Brazil's most exciting contemporary composers. His piece Orun from 2022 draws inspiration from the religious life and contemplative traditions of the Yoruba people in West Africa. The work evokes a meditative atmosphere and utilizes the orchestra's delicate nuances to the fullest. It was premiered by the New World Symphony Orchestra in Florida under the direction of Matthias Pintscher in the autumn of 2022 and received tremendous acclaim.
The concert concludes with the Icelandic premiere of Páll Ragnar Pálsson's bassoon concerto. Páll Ragnar has been at the forefront of new, Icelandic music for years. The piece was premiered by the Estonian bassoon virtuoso Martin Kuuskmann with the Estonian National Symphony Orchestra conducted by Olari Elts in 2022. Páll Ragnar's connections to Estonia run deep, as he pursued composition studies there, completing his doctoral degree in 2014. In this piece, Páll draws material from Kuuskmann's life and their shared fascination with the nature and culture of Estonia.
The concert experience for the audience will be enhanced with the orchestra in a circular setting surrounded by the audience. The audience can buy tickets on the choir balconies or the on the floor.
The concert is about an hour long, with no intermission.
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, has in recent years established herself as one of the most interesting composers of her generation in Iceland, graduating from the Iceland Academy of the Arts in 2016. Performed here in a new arrangement for full symphony orchestra, Balaena was premiered by the Reykjavik Chamber Orchestra at the Dark Music Days in 2023, where it garnered great attention.
Marcos Balter is one of Brazil's most exciting contemporary composers. His piece Orun from 2022 draws inspiration from the religious life and contemplative traditions of the Yoruba people in West Africa. The work evokes a meditative atmosphere and utilizes the orchestra's delicate nuances to the fullest. It was premiered by the New World Symphony Orchestra in Florida under the direction of Matthias Pintscher in the autumn of 2022 and received tremendous acclaim.
The concert concludes with the Icelandic premiere of Páll Ragnar Pálsson's bassoon concerto. Páll Ragnar has been at the forefront of new, Icelandic music for years. The piece was premiered by the Estonian bassoon virtuoso Martin Kuuskmann with the Estonian National Symphony Orchestra conducted by Olari Elts in 2022. Páll Ragnar's connections to Estonia run deep, as he pursued composition studies there, completing his doctoral degree in 2014. In this piece, Páll draws material from Kuuskmann's life and their shared fascination with the nature and culture of Estonia.