Sinfónían á Myrkum / ISO at Dark Music Days
Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum eru tilhlökkunarefni fyrir alla unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á tónleikunum, sem eru opnunartónleikar hátíðarinnar í ár, hljóma nýleg og athyglisverð verk frá Íslandi og Brasilíu.