Back to All Events

CANTOQUE SYNGUR HJÁLMAR / Cantoque Ensemble & Hjálmar H. Ragnarsson

Cantoque syngur Hjálmar
Cantoque Ensemble & Hjálmar H. Ragnarsson

Sunnudagur 26. janúar 2025
17:00-18:00
Hallgrímskirkja

Tónleikarnir eru um klukkustundar langir, án hlés

MIÐASALA / TICKET SALES

Efnisskrá / Programme:
tilkynnt síðar / tba

Flytjendur / Performers:
Cantoque Ensemble
Stjórnandi/Conductor: Steinar Logi Helgason

Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flytur glænýtt verk Hjálmars sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn í tilefni tónleikanna. Einnig verða fluttir þættir úr Messu (1989) ásamt fleiri verkum eftir Hjálmar. Á undan tónleikunum ræðir Hjálmar H. Ragnarson við sýningarstjóra hátíðarinnar um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum. Tónskáldaspjallið hefst kl. 16.

Stjórnandii á tónleikunum er Steinar Logi Helgason.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Hallgrímskirkju.

Cantoque Ensemble er átta til tólf radda atvinnusönghópur sem inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu. Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir söng sinn.

Cantoque Ensemble var stofnað 2017 út frá samstarfi við barokk-hljómsveitirnar Höör Barock og Camerata Öresund þegar þær voru með tónleika á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð. Tónleikarnir hlutu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2017. Árið eftir hélt Cantoque Ensemble ferna tónleika með útsetningum á íslenskum þjóðlögum. Einnig flutti hópurinn kantötur eftir J. S. Bach á Sumartónleikum í Skálholti, með Bachsveitinni í Skálholti undir stjórn hins rómaða barokkstjórnanda Andreas Spering.

Árið 2019 hófst samstarf Cantoque Ensemble við Steinar Loga Helgason. Fyrsta verkefnið með honum var að flytja Jóhannesarpassíu J. S. Bach ásamt barokkbandinu Brák. Árið eftir hélt hópurinn tvenna tónleika með nýrri íslenskri söngtónlist á Sumartónleikum í Skálholti og einnig á Sönghátíð í Hafnarborg undir stjórn Steinars Loga.

Hópurinn hélt samstarfi sínu við Camerata Öresund áfram árið 2021, en einnig starfaði með þeim barokkhópurinn Ensemble Nylandia frá Svíþjóð í tónlistarverkefni sem fram fór á Íslandi og í Danmörku og var tónleikum hópsins sjónvarpað á barokkhátíðinni BarokkiKuopio í Finnlandi. Þeir tónleikar hlutu tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Cantoque hélt jafnframt tónleika á Myrkum músíkdögum 2022 þar sem kórtónlist Jóns Nordal var í öndvegi. Tónleikarnir voru undir stjórn Steinars Loga Helgasonar og lofaðir í hástert, jafnt af gagnrýnendum sem tónleikagestum. Í framhaldi tók Cantoque þátt í PODIUM, kynningardagskrá Íslenskrar tónverkamiðstöðvar á Myrkum músíkdögum 2023.

Árið 2023 hóf Cantoque samstarf við Ensemble Choeur3 og listræna stjórnandann Abéliu Nordmann sem er með aðsetur í Sviss en starfar yfir landamæri til Frakklands og Þýskalands. Saman fluttu hóparnir hina þekktu messu Frank Martin í nýjum búningi ásamt íslenskum verkum og endurfluttu síðan efnisskrána á lokatónleikum Sönghátíðar í Hafnarborg. Í Sviss flutti Cantoque einnig alíslenska efnisskrá til kynningar á þekktum íslenskum kórverkum ásamt því að halda masterklass fyrir stjórnendur og kórsöngvara á Basel-svæðinu. 

Steinar Logi Helgason lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og tók þar kirkjuorganistapróf en lauk síðar bakkalárgráðu af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Steinar Logi stundaði stjórnandanám til meistaraprófs við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í lok árs 2020. Hann hefur stjórnað fjölda kóra og starfað víða sem organisti, píanóleikari og stjórnandi. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 ásamt Cantoque Ensemble sem tónlistarhópur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Steinar Logi tók við stöðu kórstjóra Hallgrímskirkju haustið 2021.

Hjálmar H. Ragnarsson hefur verið atkvæðamikill sem tónskáld hér landi allt frá því hann flutti heim 1980 að loknu framhaldsnámi í Bandaríkjunum og Hollandi. Verk hans spanna allt frá einleiksverkum til stærri sinfónískra verka, og frá einsöngslögum til söngleikja og ópera. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga og fyrir kvikmyndir, auk þess sem hann hefur unnið með ýmsum kórum og sönghópum bæði sem tónskáld og stjórnandi. Hjálmar hefur látið að sér kveða í félagsstarfi listamanna og menningarpólitík, m.a. var hann formaður Tónskáldafélags Íslands 1988 - 92 og forseti Bandalags íslenskra listamanna um átta ára skeið. Hjálmar var ráðinn fyrsti rektor Listaháskólans við stofnun skólans haustið 1998, og stýrði hann uppbyggingu hans þar til hann lét af störfum sumarið 2013. Þá hefur Hjálmar unnið mikið að rannsóknum á íslenskri tónlist, m.a. er hann frumkvöðull að endurreisn tónlistar Jóns Leifs, og hann hefur skrifað fjölmargar ritgerðir og greinar um íslenska tónlist og gert útvarpsþætti með íslenskum tónskáldum. Hjálmar býr í Kópavogi en er nú með jafnt aðsetur í Brüssel.

Cantoque Ensemble’s concert at the 2025 Dark Music Days festival is dedicated to the choral music of Hjálmar H. Ragnarsson. The ensemble will perform Hjálmar’s ambitious Mass from 1989, along with the premiere of a new work composed specifically for the choir in honor of the concert. It is also noted that before the performance, Hjálmar will discuss the works featured in the program and his career in general with the festival curators.

Conductor is Steinar Logi Helgason.
The concert held in collaboration with Hallgrímskirkja.
The concert will last about an hour, with no intermission. 

Cantoque Ensemble was founded from a Nordic collaboration with the baroque orchestras Höör Barock and Camerata Öresund with their concert being nominated for the Icelandic Music Awards as Musical Event of the Year 2017. The Cantoque Ensemble performed JS Bach's cantatas at the Summer Concert in Skálholt with the Bach Orchestra in Skálholt under the baton of the renowned conductor Andreas Spering. The choir has held numerous concerts with Icelandic folk songs and prides itself in performing new Icelandic music. Cantoque Ensemble collaborates with conductor Steinar Logi Helgason and recently performed JS Bach's Passion with the Baroque band Brák under his direction, as well as performing new Icelandic vocal music at the Summer Concert in Skálholt and at the Song Festival in Hafnarborg.

Cantoque Ensemble's recent projects include the continued collaboration with Camerata Öresund in 2021, but also the baroque ensemble Ensemble Nylandia from Sweden. The project took place in Iceland and Denmark, with the concert being televised to the baroque festival BarokkiKuopio in Finland. That concert was nominated as Musical Event of the Year at the Icelandic Music Awards. Cantoque also held a concert at Dark Music Days 2022, under Helgason's direction, where Icelandic composer Jón Nordal's choral music was at the forefront. The concert was highly praised by critics and concertgoers alike. In 2023, Cantoque began a collaboration with Ensemble Choeur3 and the artistic director Abélia Nordmann, who is based in Switzerland but works across borders to France and Germany. Together, the groups performed Frank Martin's well-known Mass for Double Choir along with Icelandic works. The programme was also performed at the final concert of the Song Festival in Hafnarborg in July 2023. In Switzerland, Cantoque also performed an all-Icelandic repertoire to introduce Icelandic choral works as well as holding a masterclass for conductors and choral singers in the Basel area.

Steinar Logi Helgason was born in 1990 and is educated as an organist, pianist and conductor. After studying piano in the Reykjavík College of music Steinar started studying the organ at the Music school of the National church of Iceland and later in the Iceland University of the Arts where he studied under organist Björn Steinar Sólbergsson and finished a Bachelor’s degree in Church music. Steinar furthered his studies in The Royal Danish Academy of music where he started a master’s degree in Church music under Hans Davidsson and later finishing a master’s degree in ensemble conducting. Steinar has performed widely as an organist, pianist and a conductor. Steinar took over the post of choir director in Hallgrímskirkja in August 2021 and is the founder and conductor of The Choir of Hallgrímskirkja.

Hjálmar H. Ragnarsson has been active as a composer in Iceland since his return in 1980 from studies in USA and the Netherlands. His work ranges from shorter solo compositions to longer symphonic works, from lieder and choral pieces to musicals and opera. He has also composed music for dance and theatre, as well as films. Hjálmar has written articles and essays on academic and cultural-political subjects, and has lectured on topics in culture, science, and the arts. His groundbreaking research on the music of Jón Leifs opened the way for worldwide recognition of Leifs’ music. Hjálmar has been active in cultural politics and has headed several artists’ associations. In 1998 he was appointed Rector of the newly-founded Iceland Academy of the Arts (now IUA), a position he was to hold for three five-year terms. Hjálmar lives in Kópavogur and Brussels.