Back to All Events

ÞJÓÐSÖGUR FYRIR HLJÓMBORÐ OG STRENGI / GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR OG HELEEN VAN HAEGENBORGH

  • HARPA CONCERT HALL (map)

Þjóðsögur fyrir hljómborð og strengi / Guðrún Óskarsdóttir & Heleen Van Haegenborgh
Folklore for strings and keys / Guðrún Óskarsdóttir & Heleen Van Haegenborgh

Sunnudagur 26. janúar 2025
19:00-20:00
Kaldalón

MIÐASALA/TICKETS

Tónleikarnir eru um klukkustundar langir, án hlés

Efnisskrá:
Heleen van Haegenborgh – Folklore for strings and keys (2020)

Flytjendur:
Guðrún Óskarsdóttir, semball
Heleen Van Haegenborgh, píanó

Samstarf þeirra Guðrúnar Óskarsdóttur, semballeikara og Heleen Van Haegenborgh, tónskálds og píanóleikara sækir innblástur í heim þjóðsagna og sér í lagi í þann eiginleika þjóðsagna að geta umfaðmað flókin viðfangsefni úr mannlegri tilveru og umbreytt í einfalda og skýra mynd. Í verki Heleen van Haegenborgh „Þjóðsögur fyrir hljómborð og strengi“ er að finna tilvísanir í staði og umhverfi þar sem mannlegar athafnir og náttúra mætast, líkt og „leikvöllur“, „kirkjugarður“, „svefnherbergi“, „verksmiðja“, „skógur“. Endurspeglast þessa tilvísanir í hljóðheimi verksins í gegnum samblöndu vettvangshljóðritanna, tilviljunarkennds samtínings þjóðlegs efnis í bland við næstum andstæða hljóðheima píanósins og sembalsins. Verkið var upphaflega pantað af Transit Festival í Belgíu og frumflutt á þeirri hátíð í október 2020.

Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, leikur jöfnum höndum nýja og gamla tónlist og hefur tekið þátt í frumflutningi ótal íslenskra og erlendra verka. Guðrún hefur leikið inn á hljómdiska og komið fram sem einleikari, meðleikari eða sem þátttakandi í kammertónlist á fjölmörgum tónleikum á Íslandi, víða í Evrópu, Bandaríkjunum og í Japan. Hlaut hún íslensku tónlistarverðlaunin fyrir einleiksdiskinn In Paradisum þar sem hún lék nýja íslenska tónlist fyrir sembal. Guðrún er félagi í kammerhópnum Nordic Affect og Caput og leikur reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur einnig unnið í Íslensku óperunni og með Íslenska dansflokknum. Guðrún hefur kennt semballeik, túlkun barokktónlistar og tölusettan bassa í Menntaskóla í tónlist, Listaháskóla Íslands, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og í Tónlistarskóla Kópavogs. Að loknu píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nam Guðrún semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún hjá Anneke Uittenbosch við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, Jesper Böje Christensen í Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Lengellé í París.

Heleen Van Haegenborgh hóf feril sinn sem píanóleikari með sérhæfingu í samtímatónlist. Á undanförnum árum hefur hún að mestu verið virk sem tónskáld. Verk eftir hana hafa meðal annars verið pönntuð af Transit Festival, Concertgebouw Brugge, Opera Ballet Flanders og Festival Van Vlaanderen. Helen leggur alltaf áherslu á frelsi, náttúruleika og beinskeyttni í öllum tónsmíðum sínum og vinnur oft með leikstjórum, danshöfundum og myndlistarmönnum. Með samstarfi sínu við tónlistarmenn með mismunandi bakgrunn, eins og í djassi, raftónlist, japanskri tónlist og frjálsri spuna, hefur hún gefið út plötur hjá útgáfum eins og Entr’acte, W.E.R.F. Records, El Negocito Records, Logos og Het Balanseer.


The collaboration between Guðrún Óskarsdóttir, harpsichordist, and Heleen Van Haegenborgh, composer and pianist, draws inspiration from the world of folklore, particularly its ability to encompass complex themes from human existence and transform them into simple and clear forms. In Heleen van Haegenborgh’s work Folk Tales for Keyboard and Strings, references are made to places and environments where human activity and nature intersect, such as “playground,” “cemetery,” “bedroom,” “factory,” and “forest.” These references are reflected in the sonic landscape of the piece through a combination of field recordings, random collections of folk material, and contrasting soundscapes between the piano and the harpsichord. The piece was originally commissioned by the Transit Festival in Belgium and premiered at the festival in October 2020.

The concert lasts about an hour, with no intermission.


Guðrún Óskarsdóttir, harpsichordist, is equally at home playing both contemporary and early music, and has premiered numerous works by Icelandic and international composers. She has recorded several albums and performed as a soloist, accompanist, or chamber musician in numerous concerts in Iceland, across Europe, the United States, and Japan. Guðrún was awarded the Icelandic Music Awards for her solo album *In Paradisum*, featuring new Icelandic music for harpsichord. She is a member of the chamber groups Nordic Affect and Caput, and regularly performs with the Iceland Symphony Orchestra. She has also collaborated with the Icelandic Opera and the Iceland Dance Company. Guðrún has taught harpsichord, Baroque music interpretation, and basso continuo at the College of Music, the Iceland University of the Arts, the National Church School of Music, and the Kópavogur Music School. After completing a piano teaching degree at the Reykjavík College of Music, she studied harpsichord with Helga Ingólfsdóttir. She continued her advanced studies with Anneke Uittenbosch at the Sweelinck Conservatory in Amsterdam, Jesper Böje Christensen at the Schola Cantorum in Basel, and Françoise Lengellé in Paris.

Heleen Van Haegenborgh started her career as a pianist, specializing in contemporary music and extended techniques. In recent years she has mainly been active as a composer. She has received composition commissions from Transit Festival, Concertgebouw Brugge, Opera Ballet Flanders, Festival Van Vlaanderen among others. In a review about her latest release (2023) and referring to her record for foghorns and piano (2013), Heleen Van Haegenborgh was described in The Wire as a composer whose capacity for intrigue persists. She always strives for freedom, naturalness and directness in all her compositions and often collaborates with theatre makers, choreographers and visual artists. In mix with working closely with musicians with different backgrounds such as jazz, electronics, Japanese music and free impro some of which have resulted in records released by Entr’acte, W.E.R.F. Records, El Negocito Records, Logos and Het Balanseer.