Kammersveitin á Myrkum / Kammersveit Reykjavíkur
RCO at Dark Music Days / Reykjavik Chamber Orchestra
Sunnudagur 26. janúar 2025
21:00-22:00
Norðurljós
MIÐASALA/TICKETS
Efnisskrá tilkynnt síðar / Programme TBA
Flytjendur:
Kammersveit Reykjavíkur
Einsöngvari: Herdís Anna Jónasdóttir
Stjórnandi: Mirian Khukhunaishvili
Kammersveit Reykjavíkur fagnar sínu fimmtugasta starfsári í ár. Sveitin hefur allt frá stofnun sinnt fjölbreyttu starfi og flutt í bland tónlist sem spannar 400 ár, allt frá tónlist barokktímans til samtímans þar sem sveitin hefur frumflutt fjölda lykilverka hér á landi og mörg þeirra á Myrkum músíkdögum.
Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 og hefur síðan haldið reglulega tónleika með kammertónlist, allt frá barokktímanum til nútímans. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Óhætt er að fullyrða Kammersveitinni hafi tekist ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síðan.
Félagar í Kammersveitinni eru virkir þátttakendur í tónlistarlífi Íslendinga, margir þeirra meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum hljómsveitum auk þess að stunda tónlistarkennslu. Rut Ingólfsdóttir hefur lengst af verið leiðari sveitarinnar og listrænn stjórnandi. Nú hefur Una Sveinbjarnardóttir tekið við sem konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur. Kammersveit Reykjavíkur kemur fram í misstórum hópum, allt frá 3 til 40 manns, en stærð hópsins ræðst af þörfum tónverkanna hverju sinni.
Nýlega kom út geislaplata á vegum Sono Luminus, Windbells, þar sem Kammersveitin leikur verk eftir Huga Guðmundsson. Geislaplatan hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022.
…
The Reykjavík Chamber Orchestra is celebrating its 50th anniversary this year. Since its founding, the ensemble has engaged in a diverse range of performances, presenting music that spans 400 years—from Baroque to contemporary works. The ensemble has premiered numerous key pieces in Iceland, many of them at the Dark Music Days festival.
Founded in 1974 under Rut Ingólfsdóttir, the Reykjavík Chamber Orchestra initially comprised a dozen young musicians who had returned to Iceland after advanced music studies abroad to perform with the Iceland Symphony Orchestra and teach at the Reykjavík College of Music. The ensemble was founded with the dual objectives of giving regular public performances of chamber music from the Baroque era to the 20th century, and providing musicians with varied and challenging opportunities to perform live. The orchestra is renowned for the range of its repertoire and the excellence of its live performances, including the highly popular Christmas Baroque concerts. It has commissioned and premièred many of the most significant works by contemporary Icelandic composers, many of which were composed especially for the ensemble. The Reykjavík Chamber Orchestra has released numerous CDs. Its recording of Bach’s Brandenburg Concertos received the Icelandic Music Awards in 2004. The orchestra has twice been nominated for the Nordic Council Music Prize.