Back to All Events

NÝTT OG NÝRRA / Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir

  • HARPA CONCERT HALL (map)

Nýtt og nýrra / New and Newer
Hildigunnur Einarsdóttir & Guðrún Dalía

Laugardagur 25. janúar 2025
16:00-17:00
Norðurljós

MIÐASALA/TICKETS

Tónleikarnir eru um klukkustundar langir, án hlés.

Flytjendur:
Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran
Guðrún Dalía Salomonsdóttir, píanó

Efnisskrá:
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir – Sönglagaflokkur við ljóð Gerðar Kristnýjar
Kolbeinn Bjarnason – Nýtt verk (frumflutningur)
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir – Nýtt verk (frumflutningur)
Finnur Karlsson – Nú legg ég augun aftur (Frumflutningur)
Anna Thorvaldsdóttir – Hvolf
Hugi Guðmundsson – Hvíld (2009/2020)
Kolbeinn Bjarnason – Eins og grasið (2022)

Þær Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari, hafa í meira en áratug kafað ofan í sögu sönglagsins hér á landi og komið ítrekað að þessu margslungna tjáningarformi. Á Myrkum músíkdögum blása þær Hildigunnur og Guðrún Dalía til veislu til heiðurs sönglaginu og veita innsýn í heim þess hér á landi í samtímanum. 

Heyra má nýja og nýlega tónlist þeirra Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur, Kolbeins Bjarnasonar, Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Huga Guðmundssonar, Finns Karlssonar og Páls Ivans frá Eiðum við ljóð og texta höfunda á borð við Steinunni Sigurðardóttur, Gerði Kristnýju, Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur og fleiri höfunda.

Hildigunnur Einarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Signýjar Sæmundsdóttur og stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og Hollandi hjá Janet Williams og Jóni Þorsteinssyni. Hildigunnur hefur einnig lokið B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands hvar hún sótti söngtíma hjá Hlín Pétursdóttur Behrens. Hildigunnur stjórnar Árkórnum í Reykjavík og Kvennakórnum Kötlu ásamt Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Hildigunnur kennir einnig söng við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Söngskólann Domus Vox og hefur haldið námskeið í söng og skapandi tónlistarmiðlun. Hildigunnur hefur verið áberandi í kirkjutónlistarsenunni og sungið einsöngshlutverkin m.a. Í Messías og Judas Maccabeus eftir Händel, Mattheusarpassíu, Jóhannesarpassíu og Jólaóratoríuna eftir Bach og Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hildigunnur hefur einnig sungið einsöng m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Barokksveitinni Brák, Caput og Kammersveit Reykjavíkur og frumflutt fjölda verka m.a. eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, John Speight og Kolbein Bjarnason.  Hildigunnur hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir söng ársins í flokknum sígild og samtímatónlist.

Guðrún Dalía Salómonsdóttir er virk í íslensku tónlistarlífi sem einleikari, í ýmsum hljófærahópum og ekki síst sem meðleikari söngvara.  Hún kemur reglulega fram með ýmsum samspilshópum, þ.á.m. Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur á undanförnum árum tekið þátt í fjölda tónleikaraða einsog Tíbrá í Salnum, Sumartónleikum Sigurjónssafns, Klassík í Salnum, Óperudögum, Tónlist fyrir alla, Sönghátíð Hafnarborg, Tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar og Föstudagsröð Sinfóníunnar. Á Norrænum músíkdögum og Myrkum músíkdögum hefur hún einnig frumflutt fjölda verka eftir íslensk tónskáld. Guðrún Dalía stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík , Tónlistarháskólann Stuttgart og í París. Hún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, þ.á.m. 1. verðlaun í píanókeppni EPTA. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og einkatíma í ljóðaundirleik og leikið einleik með Ungfóníu og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.  Út hafa komið geisladiskar með leik hennar með sönglögum Jórunnar Viðar og Karls O. Runólfssonar. Guðrún Dalía er píanóleikari við Tónlistarskóla Garðabæjar og Söngskólann í Reykjavík.

For over a decade, mezzo-soprano Hildigunnur Einarsdóttir and pianist Guðrún Dalía Salómonsdóttir have been exploring the history of Icelandic art songs, revisiting this distinctive form of expression that bridges the worlds of music and poetry. At the Dark Music Days festival, they will host a celebration of the art song, providing a glimpse into its role in contemporary Icelandic music.

The performance will feature new and recent works by composers such as Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Kolbeinn Bjarnason, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir, Hugi Guðmundsson, Finn Karlsson, and Páll Ivan frá Eiðum, with texts by poets like Steinunn Sigurðardóttir, Gerður Kristný, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, and others.

The concert will last about an hour, without intermission.

Hildigunnur Einarsdóttir completed her diploma from the Reykjavík School of Singing under the guidance of Ólafa Kolbrún Harðardóttir and Signý Sæmundsdóttir. She pursued further studies in Germany and the Netherlands with Janet Williams and Jón Þorsteinsson. Hildigunnur also holds a B.A. in Creative Music Communication from the Iceland University of the Arts, where she took singing lessons with Hlín Pétursdóttir Behrens. She conducts Árkórinn in Reykjavík and the women’s choir Kötlu alongside Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Hildigunnur teaches singing at Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar and Söngskólinn Domus Vox and has conducted workshops in singing and creative music communication. She has been prominent in church music and has sung solo roles in works such as Messiah and Judas Maccabeus by Handel, St. Matthew Passion, St. John Passion, and *Christmas Oratorio* by Bach, as well as Guðbrandsmessa by Hildigunnur Rúnarsdóttir. Hildigunnur has also performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, the Baroque ensemble Brák, Caput, and the Reykjavík Chamber Orchestra, premiering numerous works by composers such as Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Ingibjörg Ýri Skarphéðinsdóttir, John Speight, and Kolbeinn Bjarnason. She received the Icelandic Music Awards 2023 for Vocalist of the Year in the classical and contemporary music category.

Guðrún Dalía Salómonsdóttir is an active lieder pianist and chamber musician. She has worked with many of Iceland’s leading singers, performing a broad repertoire ranging from German and French lied to opera to contemporary music. She is an avid performer of 20th and 21st century music and enjoys collaborating with composers. As a chamber musician, Guðrún has played in all kinds of ensembles and performs regularly with the Reykjavík Chamber Orchestra and the Iceland Symphony Orchestra. She has taken part in a number of concert series, such as Opera Days, Hafnarborg Song Festival, Nordic Music Days and Dark Music Days, where she has premiered several works by Icelandic composers.  Salómonsdóttir studied at the Reykjavík Conservatory of Music before moving to Germany, where she studied at The State University of Music and Performing Arts Stuttgart, graduating in 2007. She then furthered her studies in Paris.

Earlier Event: January 25
MÍT / Menntaskóli í tónlist á Myrkum
Later Event: January 25
RIOT ENSEMBLE