Back to All Events

VENTUS / Eyjólfur Eyjólfsson & Berglind María Tómasdóttir

  • Ásmundarsafn Iceland (map)

Ventus / Berglind María Tómasdóttir & Eyjólfur Eyjólfsson

Laugardagur 25. Janúar 2025
13:00-14:00
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés.
ÁSMUNDARSAFN við Sigtún, Rvk.

Efnisskrá / Programme:
Berglind María Tómasdóttir & Eyjólfur Eyjólfsson - Ventus (2025)

Flytjendur / Performers:
viibra og Eyjólfur Eyjólfsson, þverflautur og náttúruflautur (rabbarbari og hvönn)

Sumarið 2021 hófu þau Berglind María og Eyjólfur að kanna í sameiningu hljóðheim náttúruflauta smíðaðar úr hvönn og rabbabara, efnivið sem finna má víða í íslenskri náttúru yfir sumartímann. Ventus er afrakstur þessarar könnunar og skírskotar til latneska heitisins yfir vind, sem ekki eingöngu er innblástur að tónheimi verksins, heldur hefur hann átt þátt í að móta efnivið þeirra hljóðfæra sem leikið verður á.

Eyjólfur Eyjólfsson (MMus, MA) er flautuleikari, óperusöngvari, þjóðfræðingur og langspilssmiður. Meðfram söng- og smíðaverkefnum kemur hann reglulega fram með tónlistarhópunum Gadus Morhua og Voces Thules.

Berglind María Tómasdóttir hefur skipað sér í framvarðarsveit íslensks tónlistarfólks með tilraunagleði og forvitni að leiðarljósi. Hún er prófessor við Listaháskóla Íslands og hefur verið afar virk á tónlistarsenunni sem flytjandi og tónskáld, hérlendis og erlendis. Í verkum sínum leitast hún við að kanna ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. Berglind hefur komið fram víðs vegar um heim, nú síðast í Ástralíu, Japan og Evrópu með Björk sem hluti af flautuseptettnum viibra. Árið 2022 hlaut plata hennar, Ethereality, Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Verk Berglindar hafa meðal annars verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna (The National Flute Association), Norrænna músíkdaga, Myrkra músíkdaga, Minnesotaháskóla í Duluth og Listahátíðar í Reykjavík. Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið og lauk doktorsprófi í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013.

viibra var stofnaður haustið 2016 að tilstuðlan Bjarkar í tengslum við gerð plötu hennar Utopia. Á árunum 2018 til 2023 ferðaðist viibra með Björk víða um heim með hina margrómuðu sýningu Cornucopia. Meðlimir viibru eru virkir í íslensku tónlistarlífi sem flytjendur, tónskáld og kennarar. 

In the summer of 2021, Berglind María and Eyjólfur began jointly exploring the sound world of natural flutes made from angelica and rhubarb, materials that can be found widely in Icelandic nature during the summer months. The piece Ventus, the result of Berglind and Eyjólfur's exploration of the sound and material world of these natural flutes, will be premiered at the Dark Music Days festival. Ventus refers to the Latin term for wind, which not only serves as an inspiration for the work's sonic landscape but has also influenced the materials of the instruments being played.

The concert lasts about an hour, with no intermission.Eyjólfur Eyjólfsson (MMus MA) flautist, opera singer, ethnologist and langspil luthier. Along with his singing and luthier projects, he regularly performs with Gadus Morhua and Voces Thules ensembles.

Berglind María Tómasdóttir is a flutist and a composer living in Reykjavík, Iceland. In her work she frequently explores identities, archetypes and music as a social phenomenon through different mediums. Berglind has worked with composers such as Björk, Anna Thorvaldsdóttir, Peter Ablinger and Carolyn Chen, and received commissions from Dark Music Days, the National Flute Association, Sequences Art Festival, Reykjavík Arts Festival and Nordic Music Days to name a few. Her album, Ethereality, won the 2022 Icelandic Music Awards as the album of the year. Berglind Tómasdóttir holds degrees in flute playing from Reykjavik College of Music and the Royal Danish Music Conservatory in Copenhagen and a DMA from University of California, San Diego. Berglind is a professor at Iceland University of the Arts.

viibra 
Founded in 2016 in support of Björk's album Utopia, they are best known for their dynamic role in Björk's highly praised theatrical concert Cornucopia, which viibra performed in from 2018 to 2023. The individual members of viibra are all esteemed performers, composers, and educators working with improvisation and diverse approaches in music making, with active practices within Reykjavík’s vibrant creative scene. Their self-titled first album exemplifies their collective creative prowess and invites friends and collaborators along for the journey.