Opnun Myrkra músíkdaga 2025 / Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar.
Opening event of Dark Music Days 2025 / Reykjavík West- and Midtown School Orchestra
Föstudagur 24. janúar 2025
16:30-17:30
Hörpuhorn
Ókeypis aðgangur
Við setningu Myrkra músíkdaga 2025 frumflytja nemendur úr Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar, nýtt samsköpunarverk sem hópurinn hefur unnið að í vetur og samið sérstaklega í tilefni opnunar hátíðarinnar í ár. Setning hátíðarinnar fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu, og er viðburðurinn opinn öllum.
Stjórnandi hópsins og jafnframt leiðbeinandi verkefnisins er Ingi Garðar Erlendsson.
Verkefnið nýtur stuðnings Barnamenningarsjóðs.
…
At the opening of Dark Music Days 2025, students from the Vesturbær and Miðbær School Orchestra will premiere a new collaborative work. This piece was composed by the students for the opening of this year’s festival. The festival’s opening will take place at Hörpuhorni, opposite Eldborg Hall on the 2nd floor of Harpa, and the event is open to all.
The group is directed by Ingi Garðar Erlendsson, who is also the project’s mentor.
The project is supported by the Children's Culture Fund.
Flytjendur:
Nemendur úr Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar
Ingi Garðar Erlendsson, stjórnandi
Efnisskrá:
Opnunarverk Myrkra Músíkdaga 2025
– samið og flutt af meðlimum úr skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar.
Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar er ein elsta skólahljómsveit Reykjavíkur og fagnar sínum sjötugasta starfsvetri í ár. Starf skólahljómsveita um allt land veitir ungu fólki á aldrinum 10-14 ára mikilvægt tækifæri á að kynnast töfrum og samtakamætti tónlistarinnar í gegnum leik og starf. Starfið veitir börnum og unglingum, sem sum hver eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni, mikilvæga reynslu og þekkingu sem fylgir þeim út lífið.
Skólahljómsveit Vesturbæjar var stofnuð 18. nóvember 1954 og var ein tveggja fyrstu skólahljómsveita í Reykjavík. Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Páll P. Pálsson sem starfaði 1954 til 1994. Lárus H. Grímsson hóf störf árið 1994 og stjórnaði sveitinni til ársins 2019. Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar þjónar öllum börnum og unglingum á svæðinu frá Kringlumýrarbraut í austri að Seltjarnarnesi í vestri. Stjórnandi er Ingi Garðar Erlendsson.
…
The Vesturbær School Orchestra was founded on November 18, 1954 and was one of the first two school orchestras in Reykjavík. The first conductor of the orchestra was Páll P. Pálsson, who served from 1954 to 1994. Lárus H. Grímsson began his work in 1994 and led the orchestra until 2019. The Vesturbær and Miðbær School Orchestra serves all children and adolescents in the area from Kringlumýrarbraut in the east to Seltjarnarnes in the west.
The chief conductor of the orchestra is Ingi Garðar Erlendsson.