RíT-málstofa á MMD – Snertifletir SÚM-hópsins og tónlistar
Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Myrka Músíkdaga 2025 standa fyrir málstofu um snertifleti SÚM-hópsins og tilraunatónlistar. Málstofan verður haldin föstudaginn 24. janúar klukkan 10:30-12:00 í Dynjanda, Tónlistardeild LHÍ, Skipholti 31.
Á málstofunni verða flutt stutt erindi af Þráni Hjálmarssyni, tónskáldi, Adam Buffington, tónlistarfræðingi, ásamt Skerplu (tónlistarhópur LHÍ, undir stjórn Berglindar Maríu Tómasdóttur).
SÚM-hópurinn starfaði hér á landi á árunum 1965-1972 og samanstóð af ungu listafólki sem deildu ekki endilega sömu sýn á list sína en áttu þó sameiginlegt að vilja víkka mörk listarinnar og leiða inn á nýjar, ókannaðar slóðir. Þrátt fyrir fjölbreyttar nálganir meðlima mátti finna sameiginlegan þráð í sýn þeirra að vilja gera listsköpunina sjálfa að hversdagslegri athöfn sem væri jafn eðlilegur hluti af hversdeginum líkt og hvað annað. Þess má geta að Skerpla hópurinn mun koma fram á Myrkum Músíkdögum og flytja verk innblásin af verkum SÚM-hópsins ásamt verkinu Boys & Girls eftir Atla Heimi Sveinsson, en verkið er tileinkað SÚM-hópnum.
Málstofan verður á ensku.
Öll velkomin!
---
RíT-Seminar on DMD – On The Intersections of SÚM and Music
The Centre for Research in Music (RíT) at the Iceland University of the Arts (IUA), in collaboration with Dark Music Days 2025, is hosting a seminar on the intersection of the SÚM group and experimental music. The seminar will take place on Friday, January 24, at 10:30 (a.m.) - 12:00 in Dynjandi, at the Music Department (IUA), Skipholt 31.
The seminar will feature short presentations by composer Þráinn Hjálmarsson, musicologist Adam Buffington, as well as the IUA music ensemble Skerpla under the direction of Berglind María Tómasdóttir.
The SÚM group was active in Iceland from 1965 to 1972 and consisted of young artists who did not necessarily share the same vision of art, yet they shared a common goal of expanding the boundaries of art and venturing into new, uncharted territory. Despite the diverse approaches among its members, they were united by a desire to integrate art-making into everyday life as a normal, daily activity. Notably, the Skerpla ensemble will perform at Dark Music Days, presenting works inspired by the SÚM group, as well as Boys & Girls by Atli Heimir Sveinsson—written in dedication to the SÚM collective.
The seminar will be held in English. Everyone is welcome!