Back to All Events

BORDERLINE / Masaya Ozaki

  • HARPA CONCERT HALL (map)

Borderline / Masaya Ozaki

Föstudagur 24. janúar 2025
20:15-20:30
Bílakjallari K2
Ókeypis aðgangur

Efnisskrá:
Masaya Ozaki – Borderline (2025), frumflutningur

Flytjendur:
Masaya Ozaki

Skilin á milli hversdagsins og listarinnar eru lítil sem engin í tónlist Masaya Ozaki og virðist sem tónlistin eigi sér stað og stund, fremur en að hún líði hjá í tíma og rúmi. Með verkum sínum beinir Ozaki sjónum okkar að því að tónlistarleg upplifun getur sprottið fram á ólíklegustu stöðum. Verkið Borderline flytur Ozaki við inngang Hörpu í neðri bílakjallara hússins, K2.

Masaya Ozaki er tónskáld, fæddur í Niigata, Japan, og býr nú í New York og á Íslandi. Verk hans skoða hugmyndina um rými sem hverfult fyrirbæri, fínleika smáatriða, næmni hinna hverfulu hluta, og framtíð hljóðs í sífellt efnislegri heimi. Hann sækir oft innblástur í náttúruna, brothætt mannleg samskipti og það afl sem liggur að baki þeim. Verk Ozakis fela gjarnan í sér náttúruleg efni, eins og sést í „Omote“-röðinni sem notast við bráðnandi ís, og staðbundnum verkum á borð við „Echoes,“ sem var innblásið af vitum. Með því að samþætta eiginleika staðarins og náttúruleg efni meðvitað, veitir hann tónsmíðum sínum einkenni hluta og rýma, og lítur á þau sem óaðskiljanlegan þátt tónlistarlegrar tjáningar. Þessi fágaða nálgun endurspeglar skarpa vitund hans um samspil rýmis og tónlistarlegs samhengis, sem fangar kjarna augnabliksins. Verk Ozakis verða til með vettvangsupptökum og tónsmíðum fyrir hljómsveitir, kvikmyndir, dans, myndlist og tilraunakennd form.

The boundaries between everyday life and art seem minimal, if not nonexistent, in the music of Masaya Ozaki. His music appears to occur in place and moment, rather than simply passing through time and space. With his works,  Ozaki draws our attention to the idea that musical experiences can emerge in the most unlikely places. The piece Borderline will be performed by  Ozaki at the entrance to Harpa at the lower parking garage of the building, K2.

Free admission.

Masaya Ozaki is a composer born in Niigata, Japan, currently based in New York and Iceland. His work examines the idea of space as a transient entity, the subtleties behind small moments, the sensitivity of ephemera, and the future of sound in an exceedingly materialistic world. He often finds inspiration in nature, the fragility of human interactions, and the momentums behind them. Ozaki's compositions frequently incorporate natural elements, exemplified by his "Omote" series featuring melting ice and site-specific works like "Echoes," inspired by lighthouses. Through deliberate integration of location-specific features and natural materials, he imbues his compositions with characteristics of objects and spaces, viewing them as integral components of musical expression. This nuanced approach reflects his keen awareness of the interplay between space and musical contexts, capturing the essence of the present moment. Ozaki’s artwork materializes through field recordings and compositions for ensembles, film, dance, visual arts, and experimental forms.