Back to All Events

GLOSSOLALIA / Ásta Fanney Sigurðardóttir

  • HARPA CONCERT HALL (map)

Glossolalia / Ásta Fanney Sigurðardóttir

Föstudagur 24. Janúar 2025
21:00- 22:00
Eldborg

MIÐASALA/TICKETS

Viðburðurinn er um klukkustundarlangur, án hlés.


Efnisskrá:
Ásta Fanney Sigurðardóttir – Glossolalia (2025), frumflutningur

Flytjendur:
Ásta Fanney Sigurðardóttir

Hverfulleiki, þokukenndir draumar og samruni ólíkra listgreina eru á meðal þeirra þráða sem finna má í verkum listamannsins Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur. Í gjörningum og videoverkum hennar fléttast oft á tíðum saman ólík  sjónarhorn, tímalínur og söguþræðir sem saman mynda margslungna heild. Tekst henni á sinn einstaka hátt að skapa í senn kunnuglegan og framandi heim fyrir áhorfandann.

Á Myrkum músíkdögum í ár tekur Ásta Fanney yfir Eldborgarsal Hörpu og frumflytur verk sitt Glossolalia sem samið er sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. Verkið er tón-innsetning sem snertir öll skilningingarvitin og er viðburðurinn um klukkustundarlangur, án hlés.

Ásta Fanney Sigurðardóttir er tónlistarkona, myndlistarkona og skáld. Hún vinnur meðal annars með tóna, hljóð og orð í verkum sínum, ásamt gjörningum. Verk hennar hverfast oft um hið óvænta og fáránlega þar sem mörk ólíkra miðla mást út. Hún tileinkar sér mörg listform sem hún blandar saman og skapar oft eina heild þar sem hverfulleiki á sér stóran sess í sköpunarverkinu. 

Verk hennar eru gjarnan tilraunakennd þar sem áhersla er lögð á að má út skilgreiningar og sýna nýjar hliðar á hinu hefðbundna formi. Ásta hefur flutt og sýnt verk sín á hátíðum, söfnum og sýningum hérlendis og erlendis.

The ephemeral nature, hazy dreams and amalgamation of diverse artistic mediums are among the recurring themes in the creations of artist Ásta Fanney Sigurðardóttir. In her live performances and video works, different perspectives, timelines, and narratives often intertwine and form a complex whole that is at the same time familiar and unfamiliar. 

Sigurðardóttir will premiere the work Glossolalia at Eldborg Hall at Harpa, a work written especially on the occasion of this year’s Dark Music Days. The event will last roughly an hour without an intermission and is an in-situ performance that appeals to all the senses.

Ásta Fanney is a multidisciplinary artist and poet. Among other things, she works with music, sounds and words in her works, as well as performances. Her work exists in the interstices between different media and genres, and revels in the points of friction between expectation and reality. Ásta has performed and shown her works at festivals, museums and exhibitions in Iceland and abroad.

Earlier Event: January 24
BORDERLINE / Masaya Ozaki