Bára Gísladóttir VÍDDIR

Hallgrímskirkja kl. 20:00

12. mars

Um tónleikana

VÍDDIR er verk fyrir níu flautur, rafbassa, kontrabassa og þrjá slagverksleikara. Hljóðheimurinn skartar hugmyndum um áferð og víddir  þar sem mismunandi efni renna saman í eitt.

Um flytjandann og tónskáldið

Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari búsett í Kaupmannahöfn. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu dönsku tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Tónlist Báru byggir á hugmyndum og vangaveltum um hljóð sem lifandi veru. Verk hennar hafa verið flutt víða um heiminn af sveitum á borð við; Adapter, Athelas, Distractfold, Duo Harpverk, Elektru, Elju, Esbjerg Ensemble, InterContemporain, Loadbang, Marco Fusi, Mimitabu, Njyd, New Babylon, Nordic Affect, Recherche, Riot Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Helsingborgar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Strokkvartettinn Sigga, TAÏGA, TAK, Útvarpshljómsveit Danmerkur, Útvarpshljómsveitina í Frankfurt, Útvarpshljómsveit Póllands og Útvarpskór Danmerkur. Bára hefur gefið út fjórar sólóplötur en nýverið kom einnig út platan Caeli sem skartar samstarfi hennar við Skúla Sverrisson. Bára leikur títt eigin tónlist en er einnig kontrabassaleikari í Kammersveitinni Elju.