Back to All Events

Treystu náttmyrkrinu – Stirni Ensemble

  • Salurinn, Kópavogi 6 Hamraborg Kópavogur, Kópavogsbær, 200 Iceland (map)

Treystu náttmyrkrinu
Hádegistónleikar í Salnum Kópavogi
24. janúar kl. 12.15
Ókeypis inn

Á þessum fyrstu tónleikum Myrkra músíkdaga 2024 flytur kvartettinn Stirni verk eftir Egil Gunnarsson, Hafdísi Bjarnadóttur og Kolbein Bjarnason. Verk Egils eru samin við tvö ljóð Einars Braga, Bið og Heim og verður hið síðarnefnda frumflutt. Hið sama á við um verk Kolbeins sem jafnframt er titilverk tónleikanna og er samið við þrjú ljóð Sigurðar Pálssonar úr ljóðabókinni Ljóð muna rödd (2016). Ljóðin eru Náttmyrkrið, L'empire des lumières og Raddir í loftinu IV. Verk Hafdísar, Romsa er samið við texta úr samlesnum auglýsingum og veðurfréttum.

Efnisskrá / Programme

Hafdís Bjarnadóttir (1977)

Texti úr samlesnum auglýsingum og veðurfréttum

Romsa

Egill Gunnarsson (1966) – Einar Bragi (1921-2005)

Bið

Viðlag (frumflutningur / premiére)

Heim (frumflutningur / premiére)

Kolbeinn Bjarnason (1958) – Sigurður Pálsson (1948-2017)

Treystu náttmyrkrinu (frumflutningur / premiére)

Náttmyrkrið
L’empire des lumières
Raddir í loftinu IV


Um tilurð verksins:

Treystu náttmyrkrinu
 var samið að beiðni tónlistarhópsins Stirnis. Hópurinn gaf mér frjálsar hendur um val á texta. Ég leitaði víða en sennilega var ljóst frá upphafi að ljóð Sigurðar Pálssonar (1948-2017) yrðu fyrir valinu. Niðurstaðan varð sú að semja verk við ljóð úr síðustu bók hans, Ljóð muna rödd sem kom út árið 2016.

Ég get ekki lýst þessari bók með orðum – þess vegna varð þessi tónlist til. Við lestur hennar hellist yfir lesandann birtan og myrkrið, hann skynjar hverfulleikann og áttar sig á því sem skiptir öllu máli, alltaf! Hvert einasta ljóð er firnasterkt og lesandinn hrekkur við hvað eftir annað, hefur „aldrei heyrt þetta áður“ svo vitnað sé í Stafróf eldsins. Saman mynda ljóðin listilega úthugsaða heild í fjórum köflum. Ég sæki ljóð í alla þessa kafla. „Tempó“ ljóðanna spannar skalann frá algjörri kyrrð til ofsahraða. Þetta reyni ég að endurspegla í verki mínu – og þar með hafa snilldar flytjendurnir í Stirni fengið krefjandi verkefni. Ég þakka þeim fyrir afar ánægjulega og lærdómsríka samvinnu.

Verkið var samið með stykr frá Launasjóði listamanna.

. . . . .
Þakkir: Kristín Jóhannesdóttir, Ágústa Lyons Flosadóttir og Kristján Þórður Hrafnsson

Stirni skipa Björk Níelsdóttir sópransöngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari.

Stærsta sjálfskapaða listræna áskorun hópsins er sú að nánast engin tónverk höfðu áður verið skrifuð fyrir kvartett með þessa hljóðfæraskipan, en Stirni hefur frá stofnun í janúar 2016 fengið skrifuð fyrir sig á um þriðja tug tónverka og frumflutt þau á margvíslegum tónleikum. Fjögur tónverkanna hefur hópurinn hljóðritað og vænta má afrakstursins á geisladiski síðar á árinu. Auk þess hafa útsetningar skipað sess á efnisskrám hópsins, sem og áhugaverð einleiksverk, dúó og tríó.

. . . . .
Trust the Night's Darkness
Lunch-time concert at Salurinn Music Hall in Kópavogur
January 24, 12.15 pm
Free Admission

The members of Stirni are: Björk Níelsdóttir soprano, Svanur Vilbergsson guitar, Hafdís Vigfúsdóttir flute og Grímur Helgason clarinet.

Since it´s foundation in 2016 Stirni ensemble has commissioned and premiered over twenty pieces for the unusual quartet of soprano, guitar, flute and clarinet, four of witch have been recorded recently and will be published soon. Arrangements of song cycles have also played a role in of the ensembles various programs along with interesting solo pieces, duos and trios.