Back to All Events

ALGERVING | TOTAPHOR


  • GLERHÚSIÐ 33 Vesturgata Reykjavík, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

ALGERVING
Sýning er opin daglega frá 14:00-17:00.
Glerhúsið, Vesturgata 33b, 101 Reykjavík
Aðgangur ókeypis.

Á þessari sýningu reynir Atli Ingólfsson hið ómögulega, að framkalla það sem hann kallar algervingu á tónlist sinni.

List felst oft í myndhverfingum eða hlutgervingum, þar sem tiltekin teikn fá víða skírskotun. Eftir fjörutíu ára starf að tónsmíðum fer Atli hér gagnstæða leið. Hann tekur alla eigin tónlist sem hann á upptökur af og smíðar úr því öllu hljóðinnsetningu. Í stað þess að vera stök táknmynd sem vísar út á við verður hér til massi úr öllum mögulegum táknmyndum sem leitast við að falla saman og segja ekki neitt; reynir ekki að vísa í heim heldur vera heimurinn. Sýningin er sett saman úr áðurnefndu hljóðverki úr öllum verkum höfundarins, en jafnframt úr fjögurra metra langri hillu með skissubókum og vídeóverki þar sem öll nótnahandrit hans verða að hráefni í tiltekna myndvinnslu. Bæði hljóðverkið og vídeóverkið munu byggja á tilteknum slembilestri á hráefninu sem gerir verkin síbreytileg. Hér er ekki lokið lýsingu á sýningunni, því handan massans leynist einfalt lag og einfaldur svipur sem erfitt er að gera grein fyrir.

Ef til vill er algerving í raun ekki annað en hreinsunareldur á leið að tærri gjörð. Um áttatíu upptökur eru notaðar í verkið og hljóma þær allt frá þremur og upp í níu í senn eftir tilteknu kerfi, eins konar hljóðrænu völundarhúsi.

. . . . .
ALGERVING (TOTAPHOR)
Open daily between 14:00-17:00.
Glerhúsið, Vesturgata 33b, 101 Reykjavík
Free admission.

In this exhibition Atli Ingólfsson tries the impossible, to produce what he calls a totaphor of his Music.

Art typically consists of metaphors or metonymies, where particular signs acquire a wide denotation. After forty years of activity, Atli now goes in the opposite direction. He takes all the music he has composed extant on recordings and constructs out of it an installation. Instead of being a single signifier which points outside, in this case a mass of all possible signifiers results, only with a tendency to implode and not signify at all; it does not try to point at a world but to be a world. The exposition consists of the aforesaid sound installation of all the composer’s works, but also of a long shelf with his sketchbooks and a videowork where all his score manuscripts become material for a certain visual elaboration. Both the sound and video will be based on a certain random sampling of the underlying material, making the works constantly varied. This does not conclude the description, as beyond the mass a simple melodic profile lurks, something which is and is not present. Perhaps the totaphor is only a kind of purgatory on the way towards pure gesture. Around eighty recordings are used in the work, from three to nine of them sounding at the same time.

The effect is potentially chaotic, but certain preliminary classification has been done so as to impart a minimum level of direction in what however remains largely random, for otherwise, random may become too predictable.

Earlier Event: January 26
PODIUM
Later Event: January 26
NO MORE NO LESS | EKKI MINNA