PODIUM er kynningarviðburður á Myrkum músíkdögum þar sem tónskáldum, flytjendum, hljóðlistarfólki og öðru tónlistarfólki í samtímatónlist gefst tækifæri til að kynna verkefni sín fyrir listrænum stjórnendum erlendra hátíða í samtímatónlist og blaðamönnum sem eru á landinu vegna hátíðarinnar.
Tónlistarmiðstöð, Tónlistarborgin Reykjavík og Myrkir músíkdagar og standa fyrir Podium með stuðningi frá Íslandsstofu. Podium er árlegur kynningarviðburður á Myrkum músíkdögum þar sem leitast er við að skapa vettvang sem eykur sýnileika og möguleika íslenskrar samtímatónlistarverkefna á erlendum vettvangi.
Hvar og hvernig:
Podium fer fram þann 26. janúar frá 11:00-12:30 í sal nýrrar Tónlistarmiðstöðvar (gengið inn frá Hafnarstræti 6 um sama inngang og IceWear). Viðburðurinn er aðeins opinn þátttakendum og erlendum fagaðilum sem eru fulltrúar frá Huddersfield Contemporary Music Festival, Spor festival, National Arts Centre Ottawa, BBC og SWR. Skipuleggjendur valdra verkefna fá 10 mínútur af dagskrá Podium til kynninga og til að svara spurningum gesta.
Nánari upplýsingar um PODIUM veita:
Signý Leifsdóttir - Tónlistarmiðstöð : signy@icelandmusic.is
Ása Dýradóttir - Tónlistarborgin Reykjavík : asa.dyradottir@reykjavik.is
-----
ENGLISH
PODIUM at Dark Music Days is a project presentation event where composers, performers, sound artists and other musicians in contemporary music are given the opportunity to present their projects to artistic directors of foreign festivals in contemporary music and journalists who are attending Dark Music Days.
Iceland Music, Reykjavík Music City and Dark Music Days organise Podium with support from Promote Iceland. Podium is an annual presentation event during the Dark Music Days festival aimed at increasing the visibility and export potential of Icelandic contemporary music projects. Foreign guests this year will be representatives from Huddersfield Contemporary Music Festival, Spor festival, National Arts Center Ottawa, BBC and SWR.
Where and how?
Podium will take place on January 26 from 11am-12:30pm at the new music centre, Iceland Music (enter from Hafnarstræti no. 6 – same entrance as IceWear). Organisers of selected projects will be given 10 minutes of the Podium programme to present their project to the panel of representatives. Please note that PODIUM is only open to the selected project organisers and the panel of representatives.
Further information on PODIUM:
Signý Leifsdóttir - Music Center : signy@icelandmusic.is
Ása Dýradóttir - Reykjavík Music City : asa.dyradottir@reykjavik.is