Gleðilegi geðrofsleikurinn
– ópera eftir Guðmund Stein Gunnarsson
Frumsýning 24. janúar kl. 20.00 | Premiere January 24, 8pm
Söngskólinn í Reykjavík | Reykjavik Academy of Singing
Fólk fer langar leiðir út í heim til að verða fyrir alls konar læknandi en jafnframt spennandi upplifunum í gegnum hugbreytandi efni með þartilgerðum leiðsögumönnum. En hvað með að koma bara í geðrof? Væri það ekki gaman?
Áheyrendum býðst að koma á Gleðilega geðrofsleikinn og uppgötva undur og stórmerki geðrofsins og kanna lendur hugans til hins ýtrasta. Í óperunni upplifum við hluti sem byggðir eru á lýsingum fólks sem hefur farið í geðrof og heyrum jafnvel brot úr lagstúfum sem „komu til einhvers“ sem var í geðrofi.
Um Einvaldsóð, fyrstu óperu Guðmundar Steins frá árinu 2017 hafði prófessor Atli Ingólfsson meðal annars þetta að segja: „Hér var flutt ópera af wagnerískri lengd, vídd og dýpt. Þetta voru tíðindi og þau verða ekki oft stærri í íslenska óperulífinu.“ Óperan var jafnframt valin eitt af 5 verkum áratugarins 2010-2020 af tímaritinu Aesthetics for Birds. Nú sjö árum síðar snýr Guðmundur Steinn aftur með splunkunýja óperu sem ætti að láta engann ósnortinn og fjallar um málefni líðandi stundar á gamansaman en jafnframt átakalegann hátt. Verða þetta tímamót í íslenska óperulífinu eða bara skemmtileg kvöldstund í fallegu húsi sem komið er á sölu?
AÐVÖRUN: Athugið að atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna og gætu reynst mörgum óþægileg.
Verkefnið er styrkt af Starfslaunasjóði listamanna og Tónlistarsjóði.
. . . . .
Lunacy: a Joyous Play
Opera by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Premiere, 24 January at 8 pm
Söngskólinn í Reykjavík (Reykjavík Academy of Singing)
People travel the world over to experience various kinds of mind-altering drugs. But what about just entering psychosis? Wouldn’t that be fun?
The spectators will be invited into a joyous psychotic play and can discover for themselves the magic and mysteries of
psychosis and lunacy and explore the wonders of the mind to its limits.
Professor Atli Ingólfsson described Einvaldsóður (2017), Guðmundur’s first opera, as follows: “Here was a performance of an opera of Wagnerian length, breadth and depth. This was a major event on the Icelandic opera scene, rarely eclipsed in its proportions.” The same opera was chosen as one of five key pieces of the decade 2010–2020 by the
magazine Aesthetics for Birds. Now, seven years later, Guðmundur Steinn returns with a brand-new opera that will leave no stones unturned and yet no questions answered.
First-hand descriptions of psychosis inform the piece.
TRIGGER WARNING: Please note that some scenes are not suitable for children and might be triggering for some people. Please take care.
Sponsored by The Artists Salary Fund and The National Music Fund.
. . . . . .
Tónlist og texti | Music and libretto: Guðmundur Steinn Gunnarsson
Leikstjóri | Director: Sibylle Köll
Tónlistarstjóri | Music Director: Hrönn Þráinsdóttir
Flytjendur | Performers:
Herdís - Heiða Árnadóttir
Svandís - Björk Níelsdóttir
Hugi - Eggert Reginn Kjartansson
Nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík:
Sigurlína sjáandi - Guðrún Margrét Halldórsdóttir
Skyggna Sólrún - Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir
Launhelga Helga - Tanja Líf Traustadóttir
Maggi miðill - Björn Ari Örvarsson
Kormákur kraftaskáld - Ellert Blær Guðjónsson
Halldór hafraseyði - Þórhallur Sigurjónsson
Sieglind sígræni sægreifi - Laufey Ósk Jóns
Ragnar á reiki - Birkir Tjörvi Pálsson
Aldís - Ólafía Jónatansdóttir
Aðalsteinn - Sveinn Grímsson
Hrönn Þráinsdóttir - píanó | piano
Steinunn Vala Pálsdóttir - flauta | flute
John McCowen - klarinett og konttrabassaklarinett | clarinet and contrabass clarinet
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir - harmónikka | accordion
Pétur Björnsson - fiðla | violin
Aðstoð við sviðsmynd og búninga | Staging and costumes Assistants : Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Ráðgjöf við handritsgerð | Script advisor: Aðalbjörg Árnadóttir