JÓNAR ÁSGEIR + GJÖRNINGAKLÚBBURINN
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum 2024 fá tónleikagestir að upplifa nýstárlegt verk Gjörningaklúbbsins, Flökkusinfónu, þar sem tónlist, myndlist og kvikmyndalist renna saman í eitt. „Verkið býður upp á abstrakt ferðalag þvert á tungumál þar sem flökkutaugin, samkenndartaug líkamans er virkjuð,“ segja listamennirnir um verkið, en sinfónían byggir á upplifun miðils á forsögu elstu hljóðfæra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Í verkinu er allt skynróf líkamans virkjað á flakki um óræða heima á mörkum draums og veruleika.“ Gjörningaklúbburinn er skipaður myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur sem hafa starfað saman frá árinu 1996. Við gerð þessa verks fengu þær tónskáldin Unu Sveinbjarnardóttur og Ólaf Björn Ólafsson til liðs við sig ásamt einvala liði kvikmyndagerðarfólks, dansara, leikara og fimleikafólks.
Á fyrri hluta tónleikanna er íslensk samtímatónlist í aðalhlutverki. Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmonikkuleikari vann Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins síðasta vor, en hann hefur nú þegar vakið mikla athygli hér heima og erlendis fyrir virtúósísk tök sín á hljóðfærinu og framúrskarandi túlkun á nýrri tónlist.
Hér leikur hann tvo ólíka og hrífandi konserta með hljómsveitinni, annars vegar verk Þuríðar Jónsdóttur, Installation around a Heart, frá árinu 2005 og hins vegar Harmonikkukonsert Finns Karlssonar frá 2020, en hljóðritun Jónasar Ásgeirs og Elju kammersveitar á síðarnefnda konsertinum er meðal efnis á hljómplötu hans Fikta, sem nú síðast hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í sígildri og samtímatónlist.
Tónleikarnir hefjast hins vegar á nýju verki Bergrúnar Snæbjörnsdóttur, Striations, sem pantað var af Sinfóníuhljómsveitinni í Birmingham og frumflutt af ungsveit hennar undir stjórn Ilans Volkovs snemma árs 2023. Verk Bergrúnar njóta nú vaxandi athygli og hafa meðal annars verið flutt af Fílharmóníusveitinni í Osló auk þess sem International Contemporary Ensemble í New York hefur pantað og leikið tónsmíðar hennar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur áður flutt verk Bergrúnar á Tectonics-hátíðinni 2014 og 15, auk þess sem hljómsveitin og Anna Þorvaldsdóttir pöntuðu verk hennar Skin in sem frumflutt var 2019.
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar eru ein elsta starfandi tónlistarhátíð landsins og einskonar uppskeruhátíð íslenskrar samtímatónlistar. Hátíðin var sett á fót árið 1980 og hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands tekið þátt í henni frá upphafi.
EFNISSKRÁ
Bergrún Snæbjörnsdóttir Striations
Þuríður Jónsdóttir Installation around a Heart
Finnur Karlsson Harmonikkukonsert
Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir ásamt Ólafi Birni Ólafssyni og Unu Sveinbjarnardóttur Flökkusinfónía (heimsfrumflutningur)
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ross Jamie Collins
EINLEIKARAR
Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Gjörningaklúbburinn
//
JÓNAS ÁSGEIR + THE ICELANDIC LOVE CORPORATION
Iceland Symphony Orchestra’s concert at Dark Music Days
The ISO's performance for Dark Music Days 2024 brings audiences an avant-garde new work by The Icelandic Love Corporation entitled Flökkusinfónía (Vagus Symphony), which blends together the media of music, film, and visual art. "The piece offers an abstract multi-disciplinary journey that tugs at our wandering gene, the body's centre of empathy," say the artists. The symphony is based on a psychic's experience of the history of the oldest instruments in the Iceland Symphony Orchestra. "The piece activates all the senses in the body in its travels around mysterious worlds on the borders of dreams and reality." The Icelandic Love Corporation comprises visual artists Eirún Sigurðardóttir and Jóní Jónsdóttir, who have worked together since 1996. In creating this piece, they teamed up with composers Una Sveinbjarnardóttir and Ólafur Björn Ólafsson, as well as an A-list group of filmmakers, dancers, actors, and gymnasts.
Contemporary Icelandic music takes centre stage in the first half of this concert. Accordionist Jónas Ásgeir Ásgeirsson won 'Performer of the Year' at the Icelandic Music Awards last spring, having garnered praise both at home and abroad for his virtuosic mastery of the instrument and his brilliant interpretations of new music. Here he performs two bewitching concertos with the orchestra: Installation Around a Heart, written by Þuríður Jónsdóttir in 2005, and Finnur Karlsson's Accordion Concerto from 2020. Jónas's recording of the latter with the Elja Ensemble forms a part of his album Fikta. The album was named the 2022 Icelandic Music Award's 'Album of the Year' in the category of classical and contemporary music.
The concert opens with a new piece by Bergrún Snæbjörnsdóttir called Striations, which was commissioned by the City of Birmingham Symphony Orchestra and premiered by its youth orchestra under the baton of Ilan Volkov early in 2023. Bergrún's compositions are rapidly gaining recognition, the Oslo Philharmonic has performed her work and she has been commissioned by ensembles such as the International Contemporary Ensemble in New York. The ISO performed Bergrún's work at the Tectonics festivals in 2014 and 2015. The orchestra also joined with Anna Þorvaldsdóttir to commission her piece Skin in and proceeded to premiere it in 2019.
Dark Music Days is one of the oldest music festivals in the country and a celebration of Icelandic contemporary music. The festival had its inaugural performance in 1980, and the Iceland Symphony has collaborated with it since its inception.
PROGRAMME
Bergrún Snæbjörnsdóttir Striations
Þuríður Jónsdóttir Installation Around a Heart
Finnur Karlsson Accordion Concerto
The Icelandic Love Corporation: Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir with Ólafur Björn Ólafsson and Una Sveinbjarnardóttir
Flökkusinfónía (Vagus Symphony)
CONDUCTOR
Ross Jamie Collins
SOLOISTS
Jónas Ásgeir Ásgeirsson
The Icelandic Love Corporation