Back to All Events

Ragga Gísla X Cauda Collective

  • HARPA CONCERT HALL 2 Austurbakki RVK, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

Ragga Gísla X Cauda Collective
26. janúar 2024 kl. 19
Harpa - Norðurljós

Tónskáldið Ragnhildur Gísladóttir og kammerhópurinn Cauda Collective taka höndum saman og flytja nýtt tónverk eftir Ragnhildi á Myrkum músíkdögum 2024. Ragnhildur tekur þátt í flutningi verksins og kemur fram sem eins konar sólisti með bandinu. Þema verksins er vatnið og eiginleikar þess, þetta viðfangsefni hefur veitt tónskáldinu innblástur í fyrri verkum og er því framhald í nýjum búningi.

Efnisskrá / Programme

Verk eftir Röggu Gísla

Túnfíflasinfónían (2016)

Ljóð eftir Kristínu Ómarsdóttur

I. Lion Tooth
II. Milk Witch
III. Parachutes Ball
IV. Taraxacum Seed

 

Baby

Af samnefndri plötu frá árinu 2000

I. Itzy Dot - úts. Sigrún Harðardóttir
II. Apríl - úts. Björg Brjánsdóttir
III. Lark jr. - úts. Þórdís Gerður Jónsdóttir
IV. Ugla - úts. Þóra Margrét Sveinsdóttir
V. Sól - úts. Sigrún Harðardóttir

Hávaðinn í sólinni (2024)
Ljóð eftir Kristínu Ómarsdóttur, Hvað heyrist þegar sólin sest?

Eftir flóðbylgjuna (2024)
Ljóð eftir Kristínu Ómarsdóttur

Kammerhópurinn Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem leita út fyrir rammann í tónlistarflutningi sínum og hefur frá stofnun árið 2018, lagt ríka áherslu á samstarf við tónskáld þegar kemur að frumflutningi nýrrar tónlistar. Á meðal tónskálda sem hópurinn hefur unnið með eru Halldór Eldjárn, Finnur Karlsson, Fjóla Evans, Ingibjörg Friðriksdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg og Örn Elías Guðmundsson (Mugison).

Röggu Gísla þarf vart að kynna, en hún er einn ástsælasti tónlistarmaður landsins og hlaut árið 2012 riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Ragnhildur stofnaði m.a. Grýlurnar og gekk svo til liðs við hljómsveitina Stuðmenn. Ragnhildur stundaði nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-próf í tónsmíðum 2008 og MA-próf í tónsmíðum 2013.

Flytjendur:
Ragnhildur Gísladóttir, Sigrún Harðardóttir, Björg Brjánsdóttir, Björk Níelsdóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir, Grímur Helgason og Þórdís Gerður Jónsdóttir.
. . . . .

Ragga Gísla X Cauda Collective
January 26, 7pm
Harpa Concert Hall, Norðurljós

Composer and performer Ragnhildur Gísladóttir and the chamber group Cauda Collective join forces and perform a new composition by Ragnhildur at Dark Music Days 2024. Ragnhildur will join the performance of the piece and perform as a soloist with the band. The theme of the work is water and its properties, this subject has inspired the composer in previous works and is therefore a continuation in a new guise.

Cauda Collective is a group of creative musicians who look outside the box in their music performances and have, since its foundation in 2018, placed great emphasis on collaboration with composers when it comes to performing new music. Among the composers the group has worked with are Halldór Eldjárn, Finnur Karlsson, Fjóla Evans, Ingibjörg Friðriksdóttir Eygló Höskuldsdóttir Viborg and Örn Elías Guðmundsson (Mugison).

Ragga Gísla hardly needs an introduction, she is one of the most beloved musicians in Iceland and in 2012 was awarded the Knight's Cross of the Icelandic Order of the Falcon for her contribution to the Icelandic music scene. Ragnhildur founded e.g. the all female band Grýlurnar and later joined the band Stuðmenn. Ragnhildur studied composition at the Iceland Academy of the Arts and graduated with a BA in composition in 2008 and an MA in composition in 2013.

Performers:
Ragnhildur Gísladóttir, Sigrún Harðardóttir, Björg Brjánsdóttir, Björk Níelsdóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir, Grímur Helgason og Þórdís Gerður Jónsdóttir.