Back to All Events

HLJÓÐBAÐ / Sound Bath - Fjölskyldudagskrá í Hörpu / A family event in Harpa

  • Harpa Concert Hall 2 Austurbakki RVK, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

HLJÓÐBAÐ á Myrkum músíkdögum – Fjölskyldudagskrá Hörpu
27. janúar kl. 12-14
Harpa
Ókeypis aðgangur

Margar fjölskyldur hafa það fyrir sið að fara í sund á laugardögum en nú gefst þeim tækifæri til að breyta svolítið til og skella sér í hljóðbað í Hörpu!

Laugardaginn 27. janúar frá 12:00 – 14:00 verður opin tónlistarsmiðja fyrir börn og fjölskyldur í Hörpu þar sem þeim gefst tækifæri til að baða sig í tónlist, leika sér með hljóð og tóna og finna hvernig ólíkir tónar og tíðnir geta haft áhrif á líkamann. Smiðjan er ókeypis og opin öllum fjölskyldum. Hægt er að koma og fara eins og hverjum og einum hentar.

Harpa tónlistarhús og Listaháskóli Íslands standa að smiðjunni sem er leidd af meðlimum í tilraunahljóðstofunni Skerplu.

Tónlistarsmiðjan Hljóðbað er nýr viðburður í fjölskyldudagskrá Hörpu og er styrktur af Barnamenningarsjóði.

Aðgengi og aldursviðmið:
Viðburðurinn krefst ekki sérstakrar tungumálaþekkingar, en hægt verður að spyrja spurninga á íslensku og ensku. Viðburðurinn fer fram í opnu rými með sléttu gólfi og góðu lyftuaðgengi.

//

Sound Bath at Dark Music Days - A family event in Harpa
January 27, 12-2pm
Harpa Concert Hall
Free admission

Many families have a habit of going swimming on Saturdays, but now they can change things up a bit and take a sound bath in Harpa!

Saturday 27th of January from 12:00 – 14:00 there will be an open music workshop for children and families in Harpa where they will have the opportunity to immerse themselves in music, play with sounds and tones and find out how different tones and frequencies can affect the body.

The workshop is open to all families and you can come and go as you like.

Harpa Concert Hall and Iceland University of the Arts organize the workshops, which are led by members of the experimental sound studio Skerpla. The workshop is part of the Dark Music Days program that takes place on January 24th-28th.

Accessibility:
The event does not require special language knowledge, but questions can be asked in Icelandic and English.
The event takes place in an open space with a smooth floor and good elevator access.

Later Event: January 27
MÍT á Myrkum